Jafnréttisþing 2024

Jafnréttisþing 2024
Jafnréttisþing 2024

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, býður til Jafnréttisþings 2024 þann 24. október nk. þar sem fjallað verður um stöðu fatlaðra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Umfjöllunarefni þingsins er að þessu sinni aðgengi, möguleikar og hindranir fatlaðra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Opnað hefur verið fyrir skráningu á þingið.

Fyrirlesarar munu fjalla um leiðir til að brúa bilið á milli kerfa og út í atvinnulífið og um ástæður þess að fatlaðar konur tilkynna síður en aðrir um ofbeldi, þ. á m. á vinnumarkaði. Þátttakendur í pallborðsumræðum verða doktor í fötlunarfræðum, fulltrúar frá hagsmunasamtökum sem láta sig málefni fatlaðra kvenna varða og fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins.

Dagskránni lýkur á því að félags- og vinnumarkaðsráðherra veitir sérstaka jafnréttisviðurkenningu.

Jafnréttisþing fer fram í Hörpu og eru öll velkomin. 

Sjá dagskrá og upplýsingar um skráningu hér.